Innleiðing „á fullri ferð“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði áherslu á að enginn flokkur á Alþingi hefði greitt atkvæði gegn heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í ræðu sinni á Alþingi fyrr í kvöld. Flutti hún ræðu sína stuttu eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi Svandísi harðlega og störf hennar sem heilbrigðisráðherra. Sagði Þorgerður í ræðu sinni um téða heilbrigðisáætlun að hún hefði pakkað „öllum stóru fyrirheitunum“ snyrtilega inn, sett í kassa og bundið fyrir með silkislaufu. 

Sagði Svandís um heilbrigðisstefnuna: „Í stefnunni fjöllum við um forystu, mönnun, rétta þjónustu á réttum stað, áskoranir framtíðar, ábyrg þjónustukaup, gæði og öryggi, þátttöku og virka notendur. Ég hef þegar farið með fólki úr mínu ráðuneyti í öll heilbrigðisumdæmi landsins, kynnt stefnuna og rætt hana við heilbrigðisstarfsfólk, stjórnendur, sveitarstjórnarfólk og aðra íbúa. Innleiðing er á fullri ferð og stefnunni hefur hvarvetna verið vel tekið.“

Þá sagði hún að þrátt fyrir að hér á landi nytum við heilbrigðisþjónustu í fremstu röð þyrfti að gera betur, fella kerfismúra, ræða saman og tryggja að samfélagið stæði undir nafni sem félag „sem við eigum saman“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert