Innleiðing „á fullri ferð“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra lagði áherslu á að eng­inn flokk­ur á Alþingi hefði greitt at­kvæði gegn heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030 í ræðu sinni á Alþingi fyrr í kvöld. Flutti hún ræðu sína stuttu eft­ir að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, gagn­rýndi Svandísi harðlega og störf henn­ar sem heil­brigðisráðherra. Sagði Þor­gerður í ræðu sinni um téða heil­brigðisáætl­un að hún hefði pakkað „öll­um stóru fyr­ir­heit­un­um“ snyrti­lega inn, sett í kassa og bundið fyr­ir með silk­is­laufu. 

Sagði Svandís um heil­brigðis­stefn­una: „Í stefn­unni fjöll­um við um for­ystu, mönn­un, rétta þjón­ustu á rétt­um stað, áskor­an­ir framtíðar, ábyrg þjón­ustu­kaup, gæði og ör­yggi, þátt­töku og virka not­end­ur. Ég hef þegar farið með fólki úr mínu ráðuneyti í öll heil­brigðisum­dæmi lands­ins, kynnt stefn­una og rætt hana við heil­brigðis­starfs­fólk, stjórn­end­ur, sveit­ar­stjórn­ar­fólk og aðra íbúa. Inn­leiðing er á fullri ferð og stefn­unni hef­ur hvarvetna verið vel tekið.“

Þá sagði hún að þrátt fyr­ir að hér á landi nyt­um við heil­brigðisþjón­ustu í fremstu röð þyrfti að gera bet­ur, fella kerf­is­múra, ræða sam­an og tryggja að sam­fé­lagið stæði und­ir nafni sem fé­lag „sem við eig­um sam­an“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert