Reiknaðu út skattalækkunina

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudag. Töluverðar …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudag. Töluverðar breytingar verða gerðar næstu tvö árin á tekjuskattskerfinu, og ekki hlaupið að því fyrir leikmanninn að átta sig á hver ávinningur hans af breytingunum verður. Úr því hefur nú verið bætt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlyn­ur Hall­gríms­son, hag­fræðing­ur og starfsmaður fjár­málaráðuneyt­is­ins, hef­ur sett upp vefsíðu þar sem al­menn­ingi gefst kost­ur á að reikna út áhrif­in af breyt­ing­um á tekju­skatt­s­kerf­inu, sem til stend­ur að inn­leiða í tveim­ur skref­um á næsta og þarnæsta ári.

Líkanið er aðgengi­legt hér.

Greint var frá áformun­um á mánu­dag er fjár­málaráðherra kynnti fjár­laga­frum­varp árs­ins 2020. Sam­kvæmt frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að koma upp sér­stöku lág­tekjuþrepi á tekj­ur und­ir 325.000 krón­um og eiga tekj­ur þar að bera 31,44% skatt er inn­leiðingu lýk­ur 2021, 5,5 pró­sentu­stig­um minna en nú er. Á móti verður per­sónu­afslátt­ur lækkaður og hið nýja miðþrep hækk­ar um eitt pró­sentu­stig frá því sem nú er, úr 36,94% í 37,94%, sem verður til þess að ráðstöf­un­ar­tekj­ur há­launa­fólks aukast ekki jafn­mikið og annarra.

Hér má sjá samanburð á skattbyrði manns með 340.000 krónur …
Hér má sjá sam­an­b­urð á skatt­byrði manns með 340.000 krón­ur í mánaðarlaun. Efri mynd­in miðar við nýja kerfið, en sú neðri að nú­ver­andi kerfi sé áfram fylgt. 340.000 krón­ur eru nokk­urn veg­inn grunn­laun hjúkr­un­ar­fræðings, en fólk á þeim laun­um fær mest allra út úr breyt­ing­unni. Skjá­skot

Krón­ur eru ekki bara krón­ur. Vandmeðfarið er að bera sam­an breyt­ing­ar á skatt­kerf­um milli ára, því jafn­an eru laun á upp­leið og því eru mörk skattþrepa, þ.e. þau laun sem þarf til að fær­ast yfir í næsta þrep, upp­færð í sam­ræmi við launaþróun. Þannig myndi sú sem héldi föst­um laun­um næsta ára­tug­inn greiða mun minna í skatt eft­ir tíu ár en hún ger­ir nú þótt eng­ar efn­is­leg­ar breyt­ing­ar yrðu gerðar á skatt­kerf­inu, enda hefði viðkom­andi þá færst all­nokkuð niður í launaskal­an­um (og kaup­mátt­ur hefði dreg­ist sam­an að sama skapi, með verðlags­hækk­un­um). Ekki má svo gleyma að tekju­skatt­ur leggst ekki á öll upp­gef­in laun, held­ur aðeins þau 96% sem eft­ir eru þegar búið er að greiða skyldu­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð upp á 4%.

Það er því ekki hlaupið að því fyr­ir leik­mann­inn að bera sam­an hver skatt­byrði hans verður í nýja kerf­inu og hver hún hefði verið í því gamla. Að þessu öllu er vand­lega hugað á vefsíðu Hlyns, sem nýt­ir sér gagna­vinnslu­for­rit­un­ar­málið R til að setja niður­stöðurn­ar fram á skýr­an og læsi­leg­an máta.

Þótt Hlyn­ur starfi í fjár­málaráðuneyt­inu er verk­efnið unnið í frí­tíma og á eig­in ábyrgð, en ætla má að reynsla inn­an­búðar­manns hafi ekki komið að sök enda vinna starfs­menn ráðuneyt­is­ins allt árið að næsta frum­varpi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka