Sagði Framsókn til í „hvað sem er“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skaut fast á sinn gamla …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skaut fast á sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við viss­um hvað lagt var upp með þegar nú­ver­andi rík­is­stjórn tók við. Það lá ljóst fyr­ir að þetta væri rík­is­stjórn mynduð um stóla en ekki stefnu,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, á Alþingi í kvöld. Hann skaust föst­um skot­um á rík­is­stjórn­ina, sér í lagi sinn gamla flokk; Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Sig­mund­ur gagn­rýndi áhersl­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um. Hann sagði að um væri að ræða stórt og mik­il­vægt mál en að þeir sem töluðu mest um það nálguðust það á kolrang­an hátt.

Sig­mund­ur sagði að alþjóðaveður­fræðistofn­un­in hefði ný­verið varað við of­stæki í lofts­lags­mál­um. 

Þarf að beita vís­ind­um og skyn­semi

Til að tak­ast á við stór úr­lausn­ar­efni eins og ógn­ir í um­hverf­is­málum þurf­um við að beita vís­ind­um og skyn­semi, en ekki not­ast við sýnd­ar­póli­tík og moka ofan í skurði,“ sagði Sig­mund­ur og bætti við að það gæfi ekki góða raun að finna upp sí­fellt fleiri refsiskatta.

Sig­mund­ur sagði að um leið og skaðleg­um aðgerðum væri beitt í nafni um­hverf­is­vernd­ar væri sótt að ís­lensk­um land­búnaði úr öll­um átt­um. Að hans mati er ein besta leiðin til að tak­ast á við um­hverf­is­vá sú að efla inn­lenda um­hverf­i­s­væna mat­væla­fram­leiðslu. Þess í stað sé henni gert erfitt fyr­ir og opnað á inn­flutn­ing á sýkla­lyfja­menguðum mat­væl­um úr er­lend­um verk­smiðju­bú­um.

Sig­mund­ur sagði að sósíal­ísk­ar áhersl­ur svifu yfir vötn­un­um. „Áðan til­kynnti for­sæt­is­ráðherra að meira að segja vind­ur­inn ætti að vera í rík­is­ins eigu. Ég hygg að eng­um stjórn­völd­um nokk­urs staðar hafi dottið slíkt í hug í seinni tíma sögu. Upp­bygg­ing­ar­verk­efni meiri­hlut­ans virðast svo helst birt­ast í stein­steypu­köss­um hér í 101 Reykja­vík. Byggja á stór­an kassa við Stjórn­ar­ráðið, miklu stærri kassa hér á alþing­is­reitn­um og risa­stór­um köss­um verður bætt utan á gamla Land­spít­al­ann við Hring­braut,“ sagði Sig­mund­ur.

Rík­is­stjórn um stóla, ekki stefnu

Sig­mund­ur vék tal­inu aft­ur að rík­is­stjórn­inni sem hann ít­rekaði að væri ekki mynduð um stefnu held­ur stóla. 

Áhrifa­leysi minnsta flokks­ins í þess­ari rík­is­stjórn kem­ur eng­um á óvart enda flokk­ur­inn löngu bú­inn að sýna að hann sé til í hvað sem er bara fyr­ir að fá að vera með,“ sagði Sig­mund­ur. Hans gamli flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, mæld­ist minnst­ur rík­is­stjórn­ar­flokk­anna í könn­un sem gerð var ný­verið.

Það hef­ur hins veg­ar komið mér meira á óvart að sjá hvað Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn læt­ur yfir sig ganga af hálfu leiðandi flokks­ins í rík­is­stjórn­inni,“ sagði Sig­mund­ur. Hann sagði að einn ráðherra hefði verið póli­tísk­ur en Vinstri-græn­um hefði tek­ist að koma þeim ráðherra úr rík­is­stjórn­inni. Hann hélt áfram og gagn­rýndi ráðherra VG; um­hverf­is-, heil­brigðis- og for­sæt­is­ráðherra.

Sig­mund­ur sagði að það þyrfti aukna skyn­sem­is­hyggju í ís­lensk stjórn­mál og Miðflokk­ur­inn muni kynna megin­á­hersl­ur sín­ar við upp­haf þings. „Ólíkt því sem rík­is­stjórn­in kynn­ir okk­ur nú í kvöld verða það raun­hæf­ar lausn­ir byggðar á staðreynd­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka