Sjúkraþjálfun boðin út

Sjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjúkraþjálf­un á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur verið boðin út og er skila­frest­ur til­boða til 17. októ­ber.

Rík­is­kaup óska, fyr­ir hönd SÍ, eft­ir til­boðum frá fyr­ir­tækj­um sem reka sjúkraþjálf­un­ar­stof­ur og veita sjúkraþjálf­un á höfuðborg­ar­svæðinu. Sjúkraþjálf­un sem veitt er til lengri tíma í heima­hús­um er und­an­skil­in í útboðinu.

Útboðið á að leiða til gerðar ramma­samn­ings. Stefnt er að því að samn­ing­ar til þriggja ára taki gildi í lok þessa árs eða byrj­un 2020, að því er seg­ir á heimasíðu Sjúkra­trygg­inga Íslands (SÍ).

„Við ótt­umst að aðgengi skjól­stæðinga okk­ar að sjúkraþjálf­un þreng­ist með útboðinu,“ seg­ir Unn­ur Pét­urs­dótt­ir, formaður Fé­lags sjúkraþjálf­ara (FS), í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert