Sjúkraþjálfun boðin út

Sjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðin út og er skilafrestur tilboða til 17. október.

Ríkiskaup óska, fyrir hönd SÍ, eftir tilboðum frá fyrirtækjum sem reka sjúkraþjálfunarstofur og veita sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkraþjálfun sem veitt er til lengri tíma í heimahúsum er undanskilin í útboðinu.

Útboðið á að leiða til gerðar rammasamnings. Stefnt er að því að samningar til þriggja ára taki gildi í lok þessa árs eða byrjun 2020, að því er segir á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).

„Við óttumst að aðgengi skjólstæðinga okkar að sjúkraþjálfun þrengist með útboðinu,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara (FS), í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert