Stelum framtíð til að selja í nútíð

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í ræðustól Alþingis í kvöld.
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í ræðustól Alþingis í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hall­dóra Mo­gensen, þing­flokks­formaður Pírata, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að bjóða þyrfti upp á nýj­an veru­leika. Ræddi hún þar um kerf­is­breyt­ing­ar, sem Pírat­ar hefðu allt frá stofn­un kallað eft­ir, og sann­ar­lega væri enn þörf á. 

„Við breyt­um litlu með því að berj­ast ein­fald­lega gegn ríkj­andi veru­leika. Við verðum að byggja nýtt lík­an sem kem­ur í staðinn fyr­ir það úr­elta. Bjóða upp á nýj­an veru­leika. Byggja upp frek­ar en rífa niður,“ sagði hún.

Skil­yrðis­laus grunn­fram­færsla

Hall­dóra nefndi að Pírat­ar hefðu lagt mikla áherslu á að tryggja öll­um skil­yrðis­lausa grunn­fram­færslu. „Ímynd­um okk­ur hvernig það væri að lifa við þá vissu að jafn­vel þótt okk­ur mis­tæk­ist, þá yrði hægt að borga reikn­ing­ana, grunn­fram­færsl­an væri tryggð. Mögu­leik­inn á að gera mis­tök og læra af þeim er nefni­lega mun meira virði en við ger­um okk­ur grein fyr­ir. Far­veg­ur­inn að sannri þekk­ingu er hlaðinn mis­tök­um og stöðugri aðlög­un að þeim, aft­ur og aft­ur og aft­ur.“

Þá sagði hún hag­kerfi heims­ins byggj­ast á þeirri glóru­lausu hug­mynd að linnu­laus hag­vöxt­ur væri það eina sem sam­fé­lög þyrftu til að dafna. „Sann­ar­lega er hag­vöxt­ur hluti af jöfn­unni, en hann hef­ur líka alið af sér ójöfnuð, stig­magn­andi lofts­lags­vá, nátt­úru­spjöll og skert­an fé­lagsauð. Þessi hag­vaxt­arþan­ka­gang­ur kynd­ir und­ir póla­ríser­ingu og po­púl­isma og kem­ur í veg fyr­ir sam­einaðar aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Hag­vaxt­armód­elið hef­ur alið af sér stöðnun raun­veru­legra fram­fara,“ sagði hún í þessu sam­hengi og bætti við: „Við erum ein­fald­lega að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köll­um þetta verga lands­fram­leiðslu.“

Grunn­skylda okk­ar allra

Í loka­orðum ræðu sinn­ar sagði Hall­dóra að sú hug­mynda­fræði sem for­sæt­is­ráðherra hefði talað um í ræðu sinni, að grunn­skylda okk­ar allra væri við sam­fé­lagið, væri ekki ný af nál­inni. Sú hug­mynd rímaði hins veg­ar óþægi­lega við hug­mynd­ir vald­hygg­inna stjórn­mála­manna á fyrri hluta 20. ald­ar. Sagði hún að hanna þyrfti sam­fé­lag sem stuðlaði að síbatn­andi lífi fyr­ir alla. Hvar grunnþörf­um allra væri mætt án þess að ræna kom­andi kyn­slóðir framtíð sinni og að hver ein­stak­ling­ur hefði tæki­færi til að vaxa og dafna og njóta góðs af sam­fé­lags­leg­um fram­förum. 

„Einu sinni þótti þetta rót­tæk framtíðar­sýn, en von­andi ekki mikið leng­ur,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka