Græn bílastæði við Bessastaði

Bessastaðir. Umferð á staðinn hefur stóraukist á undanförnum árum.
Bessastaðir. Umferð á staðinn hefur stóraukist á undanförnum árum. mbl.is/​Hari

Garðabær hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi á Álftanesi vegna forsetasetursins á Bessastöðum.

Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á aðkomu og bílastæðum framan við Bessastaði. Gert er ráð fyrir að bílastæði í brekkunni norðan og vestan við kirkju verð flutt yfir á túnið norðan við núverandi heimreið og fjær forsetasetrinu.

Gert verður ráð fyrir um 110 bílastæðum sem munu hafa grænt yfirbragð og ætlað að vera áfram hluti af túnum Bessastaða. Ný almenningsstæði á túninu verða lögð hertum grasmottum. Jafnframt verður gert ráð fyrir stæðum fyrir hópferðabíla meðfram heimreið að norðanverðu. Öryggishlið færist til. Markmið breytingartillögunnar er að að auka öryggi og bæta aðgengi ferðamanna og annarra sem sækja Bessastaði heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert