Óraunhæft fjárlagafrumvarp byggt á óskhyggju

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir fjárlagafrumvarp næsta árs byggja …
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir fjárlagafrumvarp næsta árs byggja á óskhyggju um að efnahagurinn verði betri á næsta ári en allar líkur standa til. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við sitj­um uppi með óraun­hæft fjár­laga­frum­varp sem virðist vera byggt á ósk­hyggju um að efna­hag­ur­inn verði betri á næsta ári en all­ar lík­ur standa til,“ sagði Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í fyrstu umræðu um fjár­lög 2020 á Alþingi í dag. 

Odd­ný sagði að eng­in krafa væri gerð til þeirra sem nutu upp­sveifl­unn­ar mest um að leggja meira af mörk­um í niður­sveifl­unni. 

„Þeir efna­mestu eru varðir. Eng­ar breyt­ing­ar eru boðaðar í tekju­skatt­s­kerf­inu til að taka á of­ur­laun­um, eng­in hug­mynd um stór­eigna­skatt, eng­in breyt­ing sem gef­ur auk­inn arð af auðlind­um okk­ar en það eru boðaðar breyt­ing­ar á fjár­magn­s­tekju­skatti. En ekki til hækk­un­ar held­ur til lækk­un­ar,“ sagði Odd­ný. 

Þá gagn­rýndi hún að í fjár­laga­frum­varp­inu væri ekki út­listað hvernig tekið yrði á versn­andi stöðu og eng­in skref sýnd í frum­varp­inu sem taka ætti til að und­ir­búa harka­legri niður­sveiflu. 

Sagði Sam­fylk­ing­una sakna skatta­hækk­ana

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði að alltaf væri óvissa um framtíðina og það væru blik­ur á lofti í alþjóðaviðskipt­um. Stjórn­völd þyrftu hins veg­ar að nota op­in­ber­ar hagspár við áætlana­gerð sína. Bjarni sagði rík­is­sjóð í góðri stöðu til að mæta sam­drátt­ar­skeiði ef það yrði lengra en nú er spáð. Þá sagði hann Sam­fylk­ing­una sakna þess að sjá skatta­hækk­an­ir „eins og venju­lega“. 

Bjarni full­yrti að með fjár­lög­um árs­ins 2020 „sýn­ir rík­is­stjórn­in í verki áform sín að stuðla að stöðug­leika, bætt­um lífs­kjör­um, áfram­hald­andi upp­bygg­ingu, þjón­ustu og fjár­fest­ingu í innviðum lands­ins, þjóðinni allra til heilla“.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi sínu við …
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, mælti fyr­ir fjár­laga­frum­varpi sínu við upp­haf þing­fund­ar í morg­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þing­fund­ur hófst klukk­an 10.30 í morg­un og er fyrsta umræða um fjár­lög 2020 eina málið á dag­skrá. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, greindi frá því upp­hafi fund­ar að sam­komu­lag væri um að þing­fund­ur geti staðið leng­ur en til 20 ef þörf kref­ur. Áhuga­sam­ir geta fylgst með umræðunni hér að neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka