Segja Sigmund hafa vitnað í „þekkta svindlara“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands segja að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, hafi vitnað í þekkta svindlara þegar hann sagði alþjóðaveður­fræðistofn­un­ina hafa varað við of­stæki í lofts­lags­mál­um. 

„Þar vitnaði hann í Global Warm­ing Policy For­um (GWPF), bresk sam­tök sem af­neita vís­inda­leg­um niður­stöðum um lofts­lags­breyt­ing­ar. Um þekkta svindlara er að ræða. Til dæm­is seg­ir í ný­legri frétta­til­kynn­ingu frá GWFP að Dav­id Atten­borough hafi falsað atriði í mynd sinni Our Pla­net,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um Íslands.

Þar seg­ir enn frem­ur að GWFP sé alls óskyld Veður­fræðistofn­un Sam­einuðu þjóðanna, WMO. 

„Ný­verið kom fram að litl­ar efa­semd­ir eru meðal lands­manna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Svo hef­ur verið í mörg ár. Þetta veit Sig­mund­ur Davíð mæta vel og í stað þess að andæfa vís­ind­un­um beint vitn­ar hann í þekkta svindlara og hef­ur sig upp með inni­halds­lausu tali um nauðsyn þess „að beita vís­ind­um og skyn­semi“,“ segja Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in. Þau vona að þing­menn var­ist slík­an mál­flutn­ing í umræðum um lofts­lags­vána, neyðarástand sem alþjóðsam­fé­lagið stend­ur frammi fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka