Sigmundur svarar fyrir sig

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í ræðustóli á Alþingi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í ræðustóli á Alþingi.

Heimsenda­spá­menn taka því jafn­an illa þegar bent er á að heim­ur­inn sé ekki að versna al­veg eins mikið og þeir halda fram,“ skrif­ar Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins á Face­book. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands gagn­rýndu orð hans frá þing­fundi í gær og sögðu hann hafa vitnað í þekkt­an svindlara.

Sig­mund­ur sagði alþjóðaveður­fræðistofn­un­ina hafa varað við of­stæki í lofts­lags­mál­um. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in sögðu hann hins veg­ar hafa vitnað í bresk sam­tök sem af­neiti vís­inda­leg­um niður­stöðum um lofts­lags­breyt­ing­ar.

Því var haldið fram að ég hefði verið að vitna í ein­hvern fé­lags­skap í Bretlandi sem væri skipaður ein­hvers kon­ar ruglu­döll­um. Þar af leiðandi væri þetta vit­leysa (þið sjáið hvað þetta er traust rök­semda­færsla),“ skrif­ar Sig­mund­ur.

Hann seg­ist ekki hafa vitnað í áður­nefnd­an fé­lags­skap í Bretlandi, sem hann hafi aldrei heyrt um, held­ur í Sam­einuðu þjóðirn­ar og gögn þaðan.

Meðal þeirra sem hafa út­listað þetta á skýr­an hátt er Björn Lom­borg sem er mik­ils met­inn víða um heim fyr­ir að tala fyr­ir betri aðgerðum til að fást við lofts­lags­vá og önn­ur stór úr­lausn­ar­efni mann­kyns,“ skrif­ar Sig­mund­ur og held­ur áfram:

Heim­ur­inn er ekki að far­ast en úr­lausn­ar­efn­in eru samt mörg og stór. Það á ekki síst við um­hverf­is­mál­in. Við hljót­um að vilja nálg­ast vanda­mál­in með það að mark­miði að finna bestu lausn­irn­ar frem­ur en að nota þau sem efnivið sýnd­ar­stjórn­mála.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka