Umræða um fjárlög hefst á Alþingi

Frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær. Almenn …
Frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær. Almenn þingstörf hefjast í dag með fyrstu umræðu um fjárlög 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­fund­ur hefst á Alþingi klukk­an 10.30 með fyrstu umræða um fjár­lög árs­ins 2020. Umræðan er jafn­framt fyrsta mál á dag­skrá 150. lög­gjaf­arþings sem sett var á þriðju­dag. 

Hægt er að fylgj­ast með umræðum í beinni út­send­ingu hér að neðan: 



Flutn­ings­maður er Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, en frum­varpið var birt op­in­ber­lega í síðustu viku. 

Bú­ast má við að inn­leiðing þriggja þrepa skatt­kerf­is og fram­lög til mennta- og heil­brigðismála verði meðal þess sem þing­menn munu ræða um í þess­ari fyrstu umræðu sem verður fram haldið á þing­fundi á morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka