Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 10.30 með fyrstu umræða um fjárlög ársins 2020. Umræðan er jafnframt fyrsta mál á dagskrá 150. löggjafarþings sem sett var á þriðjudag.
Hægt er að fylgjast með umræðum í beinni útsendingu hér að neðan:
Flutningsmaður er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, en frumvarpið var birt opinberlega í síðustu viku.
Búast má við að innleiðing þriggja þrepa skattkerfis og framlög til mennta- og heilbrigðismála verði meðal þess sem þingmenn munu ræða um í þessari fyrstu umræðu sem verður fram haldið á þingfundi á morgun.