Vék mjög oft af fundum ráðsins

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. mbl.is/​Hari

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og núverandi formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, vék á árunum 2017 og 2018 í einhverja tugi skipta af fundi ráðsins, sem hét reyndar umhverfis- og skipulagsráð, á síðasta kjörtímabili.

Lengst af því kjörtímabili var Sigurborg áheyrnarfulltrúi í ráðinu, en varð svo formaður þess undir nýju nafni á þessu kjörtímabili. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um það hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar hversu oft Sigurborg hefði vikið af fundi, þar sem ekki er sérstaklega haldið utan um slíkt að sögn Glóeyjar Helgudóttur Finnsdóttur, skrifstofustjóra sviðsins.

Sigurborg Ósk segir í Morgunblaðinu í dag, að ástæður þess að hún vék svo oft af fundi hefðu verið þær að hún taldi að um hagsmunaárekstra hefði getað verið að ræða. Hún hefði því hugsanlega verið vanhæf til þess að taka þátt í umfjöllun ráðsins, því áður en hún varð borgarfulltrúi hefði hún starfað sem landslagsarkítekt, við hönnun, skipulag og verkefnisstjórn hjá Yrki arktitektum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert