Fjórir unglingar á aldrinum 16-18 ára voru handteknir í gær, grunaðir um frelsissviptingu í Heiðmörk við Elliðavatn síðdegis á miðvikudag. Ungur maður var fluttur upp í Heiðmörk þar sem hann var barinn með kylfu og úðavopn notuð á hann. Hann var síðan látinn vaða út í vatnið og var orðinn kaldur þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.
Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu voru unglingarnir yfirheyrðir í gær og látnir lausnir að yfirheyrslum loknum.
Lögregla segir að verið sé að skoða hver ástæða frelsissviptingarinnar er og vill ekkert gefa upp hvað það varðar.
Auk þess barst lögreglu tilkynning um frelsissviptingu/rán klukkan 17 í fyrradag í Borgartúni. Tvær manneskjur settust þá inn í bíl manns og neyddu bílstjórann með sér til að þau gætu stolið af honum peningum og lyfjum.
Enginn hefur verið handtekinn vegna þess en lögregla hefur mann sterklega grunaðan og segir málið í rannsókn.