Mótmæla hækkun félagslegs húsnæðis

Frá Seltjarnanesi.
Frá Seltjarnanesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landssamtökin Þroskahjálp skora á Seltjarnarnesbæ að draga til baka það sem sagt er óhóflegar hækkanir á leigu fyrir félagslegar íbúðir og leita annarra leiða til að mæta hallarekstri bæjarins.

Ítrekaðar ábendingar endurskoðenda bæjarins eru ástæða þess að ráðist var í endurskoðun á leigu íbúðarhúsnæðis í eigu Seltjarnarnesbæjar. Breytingar á leigu félagslegra leiguíbúða voru ákveðnar í fjölskyldunefnd Seltjarnarnesbæjar í júní og bæjarstjórn staðfesti þær á fundi sínum í fyrradag. Í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar kemur fram að heildarhækkun leigunnar er 45%.

Leiga 24 íbúða bæjarins var á bilinu 54 til 137 þúsund kr. á mánuði. Eftir samræmingu leigu eftir verðmæti þeirra er leigan á bilinu 76 til 174 þúsund. Hækkanir eru mismunandi, frá 20 til 60 þúsund á íbúð og hlutfallslegar hækkanir eru á bilinu 35 til 67%. Leigan hækkar í áföngum, fyrst 1. október, síðan 1. janúar og loks 1. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert