Vafasamt „aðsóknarmet“ slegið

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

Veru­lega krefj­andi viku fyr­ir starfs­fólk Land­spít­al­ans er að ljúka að því er kem­ur fram í föstu­dagspistli Páls Matth­ías­son­ar, for­stjóra spít­al­ans.

„Óvenju mik­ill fjöldi sjúk­linga hef­ur leitað á bráðamót­töku spít­al­ans í Foss­vogi og reynd­ar þannig að vafa­samt „aðsókn­ar­met“ var slegið. Ekki var um það að ræða að þess­ir sjúk­ling­ar hafi ekki átt er­indi til okk­ar því sömu­leiðis hafa aldrei jafn marg­ir beðið inn­lagn­ar á spít­al­ann og ein­mitt í dag. Þetta eru ekki eft­ir­sókn­ar­verð met að slá og staðan á spít­al­an­um get­ur orðið býsna al­var­leg við þess­ar aðstæður,“ seg­ir Páll.

„Við höf­um ít­rekað skýrt ástæður þess­ar­ar stöðu fyr­ir öll­um sem heyra vilja (og hinum líka) og verk­efnið er alls sam­fé­lags­ins. Engu að síður eru það ein­mitt starfs­menn Land­spít­ala sem nú þurfa að leysa úr þess­ari stöðu fyr­ir sjúk­ling­ana.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert