BSRB hugar að aðgerðum

Kröfufundur á Austurvelli.
Kröfufundur á Austurvelli. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

For­ystu­menn BSRB og aðild­ar­fé­laga þess og fé­lags­menn eru orðnir óþreyju­full­ir vegna þess hversu litlu viðræður þeirra við samn­inga­nefnd­ir rík­is­ins, Reykja­vík­ur­borg­ar og sveit­ar­fé­lag­anna hafa skilað.

Viðræðurn­ar hafa staðið yfir í sex mánuði. Krafa um stytt­ingu vinnu­tím­ans og krafa vinnu­veit­enda um að fá eitt­hvað á móti virðist aðalágrein­ings­málið. For­ystu­menn eru að íhuga að vísa deil­unni til rík­is­sátta­semj­ara og und­ir­búa aðgerðir.

Viðræðurn­ar fara fram á tvenn­um víg­stöðvum. BSRB fer með sam­eig­in­leg mál fé­lag­anna, eins og vinnu­tíma­mál­in, en fé­lög­in fara sjálf með launa­mál­in. „Við erum búin að vera ansi lengi í þess­um viðræðum og þær ganga að okk­ar mati ekki neitt. Við höf­um ekki fengið nein­ar bein­ar til­lög­ur frá samn­inga­nefnd rík­is­ins,“ seg­ir Árni Stefán Jóns­son, formaður Sam­eyk­is – stétt­ar­fé­lags í al­mannaþjón­ustu sem er stærsta fé­lagið inn­an BSRB, í um­fjöll­un um kjara­deil­una í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert