Jón kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins

Ný forysta Sjálfstæðisflokknum á flokksráðsfundinum á Nordica. Jón Gunnarsson, Bjarni …
Ný forysta Sjálfstæðisflokknum á flokksráðsfundinum á Nordica. Jón Gunnarsson, Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Jón Gunn­ars­son var rétt í þessu kjör­inn rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins á flokks­ráðsfundi flokks­ins á Hót­el Nordica. Jón er þingmaður flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi og hef­ur setið á þingi síðan 2007. Hann var sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra árið 2017.

Jón til­kynnti um fram­boðið síðasta laug­ar­dag á fundi fé­lags sjálf­stæðismanna í Kópa­vogi.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir lét af embætt­inu vegna regla flokks­ins um að ráðherra mætti ekki gegna embætt­inu, en hún tók ný­lega við sem dóms­málaráðherra.

Mjótt var á mun­um milli hans og Áslaug­ar Huldu Jóns­dótt­ur, for­manns bæj­ar­ráðs Garðabæj­ar, sem einnig bauð sig fram. Fékk Jón 52,1% at­kvæða meðan Áslaug fékk 45,2%. 1,5% voru auðir seðlar.

Sam­tals voru greidd 259 at­kvæði í kjör­inu. Jón fékk 135 at­kvæði en Áslaug 117. Fjór­ir seðlar voru auðir, en eng­inn ógild­ur.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýr ritari flokksins.
Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og nýr rit­ari flokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert