Jón Gunnarsson var rétt í þessu kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi flokksins á Hótel Nordica. Jón er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi og hefur setið á þingi síðan 2007. Hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017.
Jón tilkynnti um framboðið síðasta laugardag á fundi félags sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét af embættinu vegna regla flokksins um að ráðherra mætti ekki gegna embættinu, en hún tók nýlega við sem dómsmálaráðherra.
Mjótt var á munum milli hans og Áslaugar Huldu Jónsdóttur, formanns bæjarráðs Garðabæjar, sem einnig bauð sig fram. Fékk Jón 52,1% atkvæða meðan Áslaug fékk 45,2%. 1,5% voru auðir seðlar.
Samtals voru greidd 259 atkvæði í kjörinu. Jón fékk 135 atkvæði en Áslaug 117. Fjórir seðlar voru auðir, en enginn ógildur.