Rógsherferðin hluti af valdatafli

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir sameiningu lögregluembætta á Íslandi geta skilað …
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir sameiningu lögregluembætta á Íslandi geta skilað mikilli hagræðingu. mbl.is/​Hari

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir gagn­rýn­ina á embættið að und­an­förnu hluta af mark­vissri rógs­her­ferð. Mark­miðið sé að hrekja hann úr embætti. Rang­færsl­um sé vís­vit­andi dreift sem og róg­b­urði um hann.

„Ég er bú­inn að vera í þessu embætti í 22 ár og hef verið emb­ætt­ismaður í erfiðum hlut­verk­um í hátt í 40 ár en hef ekki fyrr en á þessu ári þurft að ganga í gegn­um árás­ir af þeim toga sem við erum að horfa á inn­an kerf­is­ins,“ seg­ir Har­ald­ur og vís­ar til gagn­rýni úr röðum lög­reglu­manna sem telji sig eiga harma að hefna gegn hon­um.

„Í sum­um til­vik­um eiga í hlut starfs­menn þar sem stjórn­enda­vald rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur þurft að koma við sögu. Skilj­an­lega eru ekki all­ir starfs­menn sátt­ir við að for­stöðumaður­inn þarf stund­um að grípa inn í varðandi starfs­hætti og fram­komu starfs­manna og einnig hvað varðar til dæm­is stöðuveit­ing­ar. Það eru ekki all­ir sátt­ir við að fá ekki fram­gang og frama,“ seg­ir Har­ald­ur.

„Sví­v­irðileg­ar aðferðir í valdatafli“

Spurður um þess­ar aðferðir við að koma hon­um úr embætti kveðst hann ýmsu van­ur.

„Ég held að Ísland skeri sig ekk­ert úr hvað þetta varðar, að reynt sé að koma mönn­um frá með sví­v­irðileg­um aðferðum í valdatafli, hags­muna­gæslu og póli­tík,“ seg­ir Har­ald­ur sem svar­ar gagn­rýni á embættið í ít­ar­legu viðtali við Morg­un­blaðið í dag.

Hann seg­ir of stór­an hluta af fjár­mun­um til lög­regl­unn­ar á Íslandi renna í „há­timbraða yf­ir­manna­bygg­ingu“. Með sam­ein­ingu lög­reglu­embætta megi fækka stjórn­end­um og efla lög­gæsl­una í land­inu.

Þá seg­ir hann gagn­rýni sína á fram­göngu lög­reglu­manna eiga þátt í aðför­inni gegn sér sem emb­ætt­is­manni að und­an­förnu.

„Ég hef líka bent á að ekki eigi að líða spill­ingu inn­an lög­regl­unn­ar. Hluti af umræðunni sem er að brjót­ast fram núna er kannski einnig vegna þeirr­ar af­stöðu minn­ar. Ég hef til dæm­is bent á að það fari ekki sam­an að lög­reglu­menn séu meðfram starfi sínu í póli­tísku vafstri. Það fer að mínu viti ekki sam­an,“ seg­ir Har­ald­ur sem tel­ur umræðu um bíla­mál lög­regl­unn­ar hluta af þeirri rógs­her­ferð að óreiða sé í fjár­mál­um rík­is­lög­reglu­stjóra.

Hann fagni fyr­ir­hugaðri út­tekt rík­is­end­ur­skoðanda á embætt­inu. Þá seg­ir hann aðspurður að ef til starfs­loka kem­ur muni það kalla á enn ít­ar­legri um­fjöll­un af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka