Allir hafa misst „kúlið“

Í þáttaröðinni er ekki aðeins rætt við sérfræðinga heldur einnig …
Í þáttaröðinni er ekki aðeins rætt við sérfræðinga heldur einnig fólk sem deilir reynslusögum sínum. Þá er einnig nokkuð um leikin atriði. Ljósmynd/Sagafilm

„Fyr­ir tveim­ur árum var ég búin að líta mér svo­lítið mikið nær og átta mig á því að það er ann­ar hver maður að skilja. Þá fer ég að velta þessu um­hverfi svo­lítið fyr­ir mér,“ seg­ir Kol­brún Pálína Helga­dótt­ir, ann­ar um­sjón­ar­manna nýrr­ar sjö þátta raðar sem nefn­ist Ást og kem­ur út á Sjón­varpi Sím­ans Premium hinn 19. sept­em­ber næst­kom­andi.

Hún vann að þátt­un­um ásamt Krist­borgu Bóel Stein­dórs­dótt­ur. „Ég kastaði svo þess­ari hug­mynd svo­lítið út í kos­mósið og þeim hjá Sím­an­um fannst þetta frá­bært um­fjöll­un­ar­efni því það hafði eng­inn þorað að fara út í þetta.“ Kol­brún fór að vinna að verk­efn­inu í sam­starfi við Sagafilm og komst þá að því að Krist­borg hafði komið með sam­bæri­lega hug­mynd til þeirra. „Við ákváðum að sam­eina krafta okk­ar,“ seg­ir Kol­brún en í kjöl­farið hófst margra mánaða hug­mynda­vinna.

Vona að fólk staldri við

Í þáttaröðinni er rætt við sér­fræðinga í ástar­mál­um. „Við erum með viðtöl við margt af fag­fólki lands­ins í þess­um fræðum; hjóna­bands­ráðgjafa, fjöl­skylduráðgjafa, kyn­lífs­ráðgjafa, sál­fræðinga og geðlækna. Þeir út­skýra hvað ger­ist þegar fólk verður ást­fangið, lend­ir í ástarsorg og skil­ur, svo við stikl­um á öll­um þess­um helstu viðfangs­efn­um,“ seg­ir Kol­brún.

Þáttaröðin kann­ar einnig sögu sam­banda og hvað sé að breyt­ast í þeim og sam­skipt­um kynj­anna. „Manni líður svo­lítið eins og maður sé að koma frá sér masters­rit­gerð og við von­um að þetta hafi ein­hver áhrif á sam­fé­lagið. Bæði að fólk hugsi sig bet­ur um áður en það ger­ir eitt­hvað sem það sér eft­ir og beri meiri virðingu fyr­ir sam­bönd­um,“ seg­ir Kol­brún. „Við von­umst til að fá fólk til að staldra aðeins við og velta fyr­ir sér hlut­un­um, til dæm­is af hverju það er í sam­bandi,“ bæt­ir hún við.

„Við skoðum einnig sím­ana, netið, öll læt­in á bak við það og kröf­urn­ar og velt­um því fyr­ir okk­ur hvort við séum að tapa fyr­ir okk­ur sjálf­um í öll­um þess­um lát­um.“

Hvar má hafa mynd­ir af fyrr­ver­andi?

Kol­brún seg­ir ein­stak­ling­inn sjálf­an vera rauða þráðinn í gegn­um alla þáttaröðina. „Við erum svo gjörn á að kasta ábyrgðinni á mak­ann okk­ar; hann á gera þig glaðan, koma þér á óvart, vera róm­an­tísk­ur og svo fram­veg­is. En þegar við tök­um viðtöl við allt þetta fólk varð þráður­inn sá að þú þarft sjálf­ur að vera í topp­st­andi til að mak­inn þinn viti hvað kem­ur þér á óvart eða ger­ir þig glaðan,“ seg­ir hún og nefn­ir að skort­ur á sam­skipt­um sé oft­ast ástæða þess að eitt­hvað fari úr­skeiðis í sam­bönd­um.

Kol­brún seg­ir alla geta tengt við efni þátt­ar­ins. „Það hafa all­ir gert mis­tök, all­ir verið klaufa­leg­ir og all­ir orðið af­brýðisam­ir. Það hafa all­ir misst „kúlið“,“ seg­ir hún og bæt­ir við: „Þegar fólk er á þess­um stað að skilja og hefja nýtt líf eru flest­ir sam­mála um að þar kann eng­inn al­menni­lega að tak­ast á við hlut­ina. Við för­um yfir það hverj­ar eru regl­urn­ar. Máttu hafa mynd­ir af fyrr­ver­andi á Face­book-veggn­um en ekki inni í stofu hjá þér? Hvar eru lín­urn­ar í þessu nýja um­hverfi sem við lif­um við? Við velt­um við öll­um þess­um stein­um.“

Nán­ar er rætt við Kol­brúnu um þætt­ina Ást í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert