Fjárlagafrumvarpið mæti ekki loforðum

Þrír þingmenn Samfylkingarinnar. Frá vinstri: Ágúst Ólafur Ágústsson, Logi Einarsson, …
Þrír þingmenn Samfylkingarinnar. Frá vinstri: Ágúst Ólafur Ágústsson, Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir. Haraldur Jónasson/Hari

„For­send­ur fjár­laga­frum­varps­ins eru í litlu sam­ræmi við raun­veru­leik­ann,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem Sam­fylk­ing­in sendi frá sér vegna fjár­laga­frum­svarps rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Þar er frum­varpið gagn­rýnt harðlega en Sam­fylk­ing­in seg­ir frum­varpið þó ekki koma nein­um í opna skjöldu.

„1.000 millj­arða kr. fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar nær ekki að mæta þeim lof­orðum sem gef­in voru fjöl­skyldu­fólki, ör­yrkj­um og náms­mönn­um. Fátt kem­u á óvart í frum­varp­inu enda bygg­ist frum­varpið á fjár­mála­áætl­un­inni sem var samþykkt í vor. Við gagn­rýnd­um áætl­un­ina harðlega og sett­um fram breyt­ing­ar­til­lög­ur.“

Hvorki horft til vel­ferðar né framtíðar

Sam­fylk­ing­in vill meina að með frum­varp­inu sé hvorki verið að verja vel­ferð þjóðar­inn­ar né fjár­festa í framtíð henn­ar. 

„Í fjár­laga­frum­varp­inu er ekki út­listað hvernig tekið verður á fyr­ir­sjá­an­lega versn­andi stöðu og eng­in skref sýnd í frum­varp­inu sem þyrfti að taka til  að und­ir­búa harka­legri niður­sveiflu.“

Sam­fylk­ing­in seg­ir að Land­spít­al­inn sé „enn og aft­ur fjár­svelt­ur“ í frum­varp­inu og að spít­al­inn stefni í fjög­urra millj­arða króna halla á þessu ári. Sér­stök aðhaldskrafa sé lögð á sjúkra­hús, öldrun­ar­stofn­an­ir og skóla í frum­varp­inu. 

Aukn­ir fjár­mun­ir til SÁÁ sem fjár­laga­nefnd bætti við í fyrra virðast hafa fallið út í ár, að sögn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. „Í þessu sam­hengi er vert að und­ir­strika að 581 ein­stak­ling­ur und­ir 30 ára inn­ritaðist í fyrstu meðferð á Vogi í fyrra, þar af 70 und­ir tví­tugu.“

Metnaðarleysi í lofts­lags­mál­um

Sam­fylk­ing­in gagn­rýn­ir sér­stak­lega að ein­ung­is 2,5% fjár­laga fari í um­hverf­is­mál þegar neyðarástand ríki í lofts­lags­mál­um. 

„Það er alls ekki nóg og lýs­ir metnaðarleysi stjórn­valda í þessu stærsta sam­eig­in­lega verk­efni mann­kyns,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Skerðing á fjár­mun­um til mennta­mála er áhyggju­efni að mati Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. „Fjár­mun­ir eru bein­lín­is lækkaðir til fram­halds­skóla milli ára í fjár­laga­frum­varp­inu. Erfitt er að koma auga á marg­boðaða sókn í mennta­mál­um.“

„Fjár­mun­ir til há­skóla­stigs­ins eru lækkaðir milli ára og er það rétt­lætt með því að LÍN hafi fengið of­greiðslu. Það má spyrja af hverju ekki sé í lagi að leyfa mála­flokkn­um að halda þeim fjár­mun­um sem höfðu verið ákveðnir í hann því þörf­in er svo sann­ar­lega til staðar. Ljóst er að rík­is­stjórn­in mun ekki ná meðaltali fram­laga OECD-ríkja til há­skóla og á enn langt í land með að ná meðaltali hinna nor­rænu ríkj­anna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka