Kona féll fram af svölum

mbl.is/Eggert

Kona féll fram af svöl­um í Hóla­hverfi í Breiðholti í kvöld. Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðsins sem hef­ur eft­ir vitn­um að karl­maður hafi „hent henni niður af svöl­un­um á steypt­ar tröpp­ur“. 

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að tveir sjúkra­bíl­ar hafi verið send­ir á vett­vang og kon­an hafi verið flutt á slysa­deild á tí­unda tím­an­um í kvöld en gat ekki veitt upp­lýs­ing­ar um líðan henn­ar.

Ekki hef­ur náðst í lög­reglu vegna máls­ins en Frétta­blaðið hef­ur eft­ir lög­reglu að karl­maður hafi verið hand­tek­inn í hverf­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert