Lögreglan rannsakar umhverfisslys á nýjan leik

Verktakar vinna að hreinsun aurs úr laxveiðiánni.
Verktakar vinna að hreinsun aurs úr laxveiðiánni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Vesturlandi að rannsaka frekar ástæður umhverfisslyss sem varð í Andakílsá á árinu 2017.

Lögreglan rannsakaði það á sínum tíma, að kröfu Skorradalshrepps, hvort Orka náttúrunnar hefði gerst brotleg við lög en felldi málið niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis.

Orka náttúrunnar hleypti vatni úr lóni Andakílsvirkjunar vorið 2017 með þeim afleiðingum að aur fór niður í ána og þakti hylji og uppeldissvæði laxa. Fyrirtækið tók ábyrgð á málinu og hefur unnið að endurreisn lífríkis árinnar.

Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, telur að málið hafi ekki verið nægjanlega rannsakað í fyrri rannsókn lögreglunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert