Rafrettur valda áhyggjum

Ung kona veipar.
Ung kona veipar. mbl.is/​Hari

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í samtali í Morgunblaðinu í dag að nýlegar fréttir um lungnasjúkdómafaraldur í Bandaríkjunum, sem virðist tengjast rafrettunotkun, séu mikið áhyggjuefni.

Rúmlega 450 manns þar í landi hafa greinst með sjúkdóminn og fimm látið lífið, að því er fram kemur í blaðinu í dag.

Svandís staðfestir að þessar nýju upplýsingar um skaðsemi rafrettna verði ræddar á næsta samráðsfundi hennar með landlækni og segir þær tilefni til að skoða hvort nýleg lög um rafrettur, sem tóku gildi í byrjun mars á árinu, séu fullnægjandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert