Rafrettur valda áhyggjum

Ung kona veipar.
Ung kona veipar. mbl.is/​Hari

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra seg­ir í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag að ný­leg­ar frétt­ir um lungna­sjúk­dómafar­ald­ur í Banda­ríkj­un­um, sem virðist tengj­ast rafrettu­notk­un, séu mikið áhyggju­efni.

Rúm­lega 450 manns þar í landi hafa greinst með sjúk­dóm­inn og fimm látið lífið, að því er fram kem­ur í blaðinu í dag.

Svandís staðfest­ir að þess­ar nýju upp­lýs­ing­ar um skaðsemi rafrettna verði rædd­ar á næsta sam­ráðsfundi henn­ar með land­lækni og seg­ir þær til­efni til að skoða hvort ný­leg lög um rafrett­ur, sem tóku gildi í byrj­un mars á ár­inu, séu full­nægj­andi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert