Fósturvísar Sáms settir upp

Dorrit Moussaieff og Sámur á góðri stundu.
Dorrit Moussaieff og Sámur á góðri stundu. Kristinn Ingvarsson

Dorrit Moussai­eff, fyrr­ver­andi for­setafrú, bíður nú svara frá líftæknifyrirtækinu ViaGen um hvernig uppsetning fósturvísa, sem innihalda frumur hundsins Sáms, hafi tekist. Þetta kemur  fram á Instagram-síðu Dorritar.

Í færslu sinni á Instagram birtir Dorrit tölvupóst frá ViaGen þar sem segir að fósturvísar Sáms hafi verið settir upp. Óvíst sé hvort uppsetningin hafi heppnast, hún verði látin vita þegar það liggur fyrir.

Instagramfærsla Dorritar
Instagramfærsla Dorritar

Sámur var blendingur þýskra og íslenskra fjárhunda og var í eigu forsetahjónanna fyrrverandi Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar.

Það vakti talsverða athygli fyrir tæpu ári þegar Ólafur Ragnar greindi frá því í viðtali á Rás 2 að tekin hefðu verið sýni úr Sámi sem hægt yrði að rækta úr frumur í þeim tilgangi að klóna hundinn.

Dorrit og Sámur
Dorrit og Sámur Mynd/Landsbjörg

Fyrr á þessu ári greindi Dorrit frá því á Instagram að hún leitaði þýsks fjárhunds til að eignast afkvæmi með íslenskum fjárhundi þar sem biðlistinn eftir klónuðum hundi væri svo langur. Þar sagðist hún sakna Sáms heitt og að hún gæti ómögulega beðið eftir öðrum hundi.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert