Gerð verði óháð úttekt á Landeyjahöfn

Herjólfur siglir inn í Landeyjarhöfn
Herjólfur siglir inn í Landeyjarhöfn mbl.is/RAX

Fram er komin á Alþingi þingsályktunartillaga um að óháð úttekt verði gerð á Landeyjahöfn. Að tillögunni standa þingmenn allra flokka í Suðurkjördæmi, átta talsins, og er Páll Magnússon, fyrsti þingmaður kjördæmisins, fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Páll Magnússon segir í Morgublaðinu í dag að tillagan hefði ekki fengið efnislega afgreiðslu á síðasta þingi. Hún hefði bara fallið á tíma.

„Ég geri fastlega ráð fyrir því að tillagan fái efnislega umfjöllun á nýhöfnu þingi. Ég hef ekki orðið var við að það sé neinn ágreiningur um þetta mál. Ég m.a. ræddi þetta við samgönguráðherra, áður en ég lagði tillöguna fram á síðasta þingi. Sigurður Ingi var sammála efni hennar, enda er hann einn af þingmönnum Suðurkjördæmis. Það eru allir þingmenn kjördæmisins á tillögunni nema hann, sem er bara eðlilegt, vegna þess að tillagan beinist að honum,“ sagði Páll.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert