Könnunarsafninu lokað í næsta mánuði

Fjölskylda geimfarans Neil Armstrong afhjúpaði minnismerki utan við Könnunarsafnið sumarið …
Fjölskylda geimfarans Neil Armstrong afhjúpaði minnismerki utan við Könnunarsafnið sumarið 2015. Ljósmynd/Könnunarsafnið

Vegna fjár­hagserfiðleika verður Könn­un­arsafn­inu á Húsa­vík lokað í næsta mánuði og hef­ur hús­næði þess verið sett á sölu. Örlyg­ur Hnef­ill Örlygs­son, safn­stjóri safns­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann sé staðráðinn í að opna safnið á ný síðar.

„Þetta er áfall en þetta er því miður óumflýj­an­legt,“ seg­ir Örlyg­ur. „Það er ein­fald­lega búið að vera erfitt fjár­hags­lega. Við höf­um verið að berj­ast í bökk­um með þenn­an rekst­ur okk­ar og við ráðum ekki við að halda þessu húsi leng­ur. En ég hef hins veg­ar senni­lega aldrei verið eins staðráðinn í neinu í líf­inu og að koma þessu safni upp aft­ur.“

Örlyg­ur seg­ir að verið sé að skoða hvaða leiðir séu fær­ar til þess að opna Könn­un­arsafnið á nýj­an leik og að marg­ir hafi boðist til að hjálpa til við að safna fyr­ir því að svo megi verða. „Ég mun koma Könn­un­arsafn­inu upp aft­ur. Þó að blási á móti nú er ég staðráðinn í að láta þessa flottu sögu ekki enda ofan í köss­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert