Áframhaldandi úrhellisrigning

Það rignir áfram í höfuðborginni.
Það rignir áfram í höfuðborginni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tals­verðri rign­ingu er spáð áfram víða um land, einkum á vest­ur­hluta lands­ins en það hef­ur rignt nán­ast linnu­laust á höfuðborg­ar­svæðinu frá því snemma í morg­un. Gul­ar viðvar­an­ir vegna mik­ill­ar rign­ing­ar eru í gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Faxa­flóa, Breiðafirði og á Vest­fjörðum.

Fram kem­ur á vef Veður­stof­unn­ar að fólki sé bent á að fylgj­ast vel með spám og viðvör­un­um. 

Spár gera ráð fyr­ir úr­helli á höfuðborg­ar­svæðinu fram á há­degi á morg­un og fram á kvöld á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum.

Úrkomu­lítið verður norðan- og aust­an­lands síðdeg­is og þar fer hit­inn í allt að 15 gráður. Ann­ars staðar verður hit­inn á bil­inu 8 til 13 gráður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert