Áframhaldandi úrhellisrigning

Það rignir áfram í höfuðborginni.
Það rignir áfram í höfuðborginni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Talsverðri rigningu er spáð áfram víða um land, einkum á vesturhluta landsins en það hefur rignt nánast linnulaust á höfuðborgarsvæðinu frá því snemma í morgun. Gular viðvaranir vegna mikillar rigningar eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að fólki sé bent á að fylgjast vel með spám og viðvörunum. 

Spár gera ráð fyrir úrhelli á höfuðborgarsvæðinu fram á hádegi á morgun og fram á kvöld á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Úrkomulítið verður norðan- og austanlands síðdegis og þar fer hitinn í allt að 15 gráður. Annars staðar verður hitinn á bilinu 8 til 13 gráður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert