Bergþór kjörinn formaður nefndarinnar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var á ný kjörinn formaður umhverfis- …
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var á ný kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks, var kjör­inn formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar á fundi nefnd­ar­inn­ar nú klukk­an þrjú. Bergþór og flokks­bróðir hans Karl Gauti Hjalta­son voru þeir einu sem greiddu at­kvæði á þenn­an veg. Aðrir sátu hjá. Jón Gunn­ars­son var kjör­inn 1. vara­formaður og Ari Trausti Guðmunds­son 2. vara­formaður.

Nefndarfundur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fór hófst klukkan þrjú í …
Nefnd­ar­fund­ur um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is fór hófst klukk­an þrjú í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fundi nefnd­ar­inn­ar í gær var frestað eft­ir ein­ung­is um fimm mín­út­ur, en þar var for­manns­kjör eina málið á dag­skrá. Jón Gunn­ars­son, Sjálf­stæðis­flokki, hef­ur gegnt for­mennsku frá því Klaust­urs­málið kom upp í des­em­ber síðastliðnum. Á fund­in­um stakk Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, upp á því að Miðflokksmaður­inn Karl Gauti Hjalta­son yrði formaður, í stað Bergþórs sem full­trúi minni­hlut­ans og í kjöl­farið var fund­in­um slitið og fund­ur­inn í dag boðaður.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert