Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?

Ný rannsókn íslenskra vísindamanna leiðir í ljós að erfðamunur er …
Ný rannsókn íslenskra vísindamanna leiðir í ljós að erfðamunur er á þremur afbrigðum bleikju í Þingvallavatni sem gæti verið vísbending um fyrstu stig myndunar nýrra tegunda. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ný rannsókn íslenskra vísindamanna leiðir í ljós að erfðamunur er á þremur afbrigðum bleikju í Þingvallavatni sem gæti verið vísbending um fyrstu stig myndunar nýrra tegunda. Murtan, kuðungableikjan og dvergbleikjan eru erfðafræðilega aðskildar og virðast hafa verið það í fjölda kynslóða. Sagt er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í nýjustu útgáfu vísindatímaritsins Ecology and Evolution.

„Í rannsókn vísindamannanna, sem sagt er frá í Ecology and Evoloution, var rýnt í erfðaefni þriggja afbrigðanna, murtu, kuðungableikju og dvergbleikju, með það fyrir augum að kanna erfðabreytileika milli þeirra og reyna að komast að því hvaða gen og þroskunarferlar tengjast þróun mismundandi afbrigða.“ Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Á síðustu árum hafa framfarir á sviði sameindalíffræði opnað nýjar leiðir til að nálgast spurningar um aðlögun og myndun afbrigða og tegunda. Skoðuð voru afrit af tugþúsundum gena í hverju sýni. „Þannig er hægt að skoða hvenær á þroskaskeiði viss gen eru virk og í hvaða vefjum. Einnig er hægt að skoða erfðabreytileika milli einstaklinga, í þessu tilfelli milli afbrigðanna þriggja af bleikju.“ Segir ennfremur í tilkynningu. 

Að rannsókninni stendur hópur vísindamanna við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun auk fyrrverandi nemenda Háskólans. Fyrsti höfundur greinarinnar er Jóhannes Guðbrandsson, starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, sem nýverið lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands. Auk hans koma þau Kalina H. Kapralova , Sigurður S. Snorrason, Arnar Pálsson, Zophonías O. Jónsson, Sigríður R. Franzdóttir, sem öll starfa við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, að rannsókninni ásamt Þóru Margréti Bergsveinsdóttur, nema við Uppsalaháskóla, og Völundi Hafstað, nema við Háskólann í Lundi

Þriggja punda kuðungableikja úr Þingvallavatni. Mynd úr safni. (Þriggja punda …
Þriggja punda kuðungableikja úr Þingvallavatni. Mynd úr safni. (Þriggja punda kuðungableikja úr Þingvallavatni sem tók fluguna Ölmu Rún.) Einar Falur Ingólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert