Fjórar íslenskar kvikmyndir keppa um að verða valdar sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna árið 2020. Kosning er hafin og stendur hún til miðnættis 24. september. Að venju eru það meðlimir ÍKSA, Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem velja íslensku myndina.
Kosið er um eftirfarandi myndir: Héraðið, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar, Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, Tryggð í leikstjórn Ásthildar Kjartansdóttur og Undir halastjörnu í leikstjórn Ara Alexanders Ergis Magnússonar.