Geislum beint að farþegaþotum

Á vef Sam­göngu­stofu er fjallað um hætt­una sem fylg­ir því …
Á vef Sam­göngu­stofu er fjallað um hætt­una sem fylg­ir því ef leysi­geisla er beint að loft­för­um. Þetta hef­ur valdið al­var­leg­um flug­at­vik­um og jafn­vel flug­slys­um. mbl.is/Ragnar Axelsson

Lögreglunni barst ábending frá flugstjórn skömmu eftir miðnætti í nótt um að flugstjórar tveggja flugvéla sem voru að koma til lendingar í Keflavík efðu kynnt að bláum geisla hefði verið beint að flugvélunum. Virtust geislarnir koma frá ákveðnu hverfi í Kópavogi. Athugun lögreglu skilaði ekki árangri, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Á vef Sam­göngu­stofu er fjallað um hætt­una sem fylg­ir því ef leysi­geisla er beint að loft­för­um. Þetta hef­ur valdið al­var­leg­um flug­at­vik­um og jafn­vel flug­slys­um. 

Leysi­geisli sem fell­ur skyndi­lega á augu get­ur valdið blossa­blindu með efti­r­á­hrif­um sem standa yfir í nokk­urn tíma og trufla eða koma í veg fyr­ir að stjórn­andi loft­fars geti lesið af mæli­tækj­um og greint hluti í um­hverf­inu. 
Sá sem bein­ir leysi­geisla að loft­fari stefn­ir því í bráða hættu auk þess sem slíkt at­hæfi varðar við 168. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga. 

56 mál voru bókuð hjá  Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Fimm eru vistaðir í fangageymslu. Sjö ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.

Um klukkan 20 var óskað eftir skjótri aðstoð lögreglu í heimahúsi í Kópavoginum (hverfi 203). Karlmaður handtekinn á vettvangi grunaður um húsbrot og líkamsárás gegn húsráðanda. Meiðsli minniháttar og sá grunaði vistaður í fangageymslu.

Starfsfólk verslunar í miðborginni óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar/hnupls. Sakborningur var laus eftir skýrslutöku á lögreglustöð.

Síðdegis var síðan tilkynnt um tvo ölvaða menn að angra fólk í Hafnarfirðinum. Mennirnir voru ósamvinnuþýðir og sýndu ógnandi í hegðun. Þeir voru því handteknir og vistaðir í fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert