Hækkar ekki umfram verðlag í borginni

Leiguverð hjá Félagsbústöðum mun ekki hækka umfram verðlagsbreytingar, en leigan …
Leiguverð hjá Félagsbústöðum mun ekki hækka umfram verðlagsbreytingar, en leigan er reiknuð út frá fasteignamati íbúðarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hækkun á leigu á félagslegu húsnæði á næstunni hjá þremur stærstu sveitarfélögum landsins.

Nokkra athygli vakti fyrir helgi þegar bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti að hækka leiguna á sínum félagsíbúðum, en áætlað var að heildarhækkunin næmi um 45%, og að leiga á dýrustu íbúðunum yrði um 174.000 krónur.

Lítill munur er á leiguverði sveitarfélaganna þriggja, Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs, þrátt fyrir að mismunandi aðferðum sé beitt við útreikning leiguverðsins, en dýrustu íbúðirnar þar eru á bilinu 147-157 þúsund krónur.

Misjafnt eftir hverfum

Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða í Reykjavík, segir í svari sínu við fyrirspurn Morgunblaðsins að leiguverð Félagsbústaða sé að jafnaði reiknað út sem hlutfall af fasteignamati eignar, en hlutfallið er kallað leigustuðull og er mismunandi eftir hverfum. Þannig eru íbúðir í hverfum 101 og 107, það er miðbæ og Vesturbæ, þar sem fasteignaverð er jafnan hærra, með leigustuðulinn 5%, á meðan íbúðir í hverfum 109 og 111 eru með stuðulinn 6,41%. Íbúðir í hverfunum 103, 104, 105 og 108 eru með stuðullinn 5,44% og íbúðir í hverfunum 110, 112, 113 eru með stuðulinn 6,28%. Markmiðið með hinum mismunandi stuðlum er að draga úr vægi þeirra í þeim hverfum þar sem fasteignaverðið er hærra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert