Í skrúðgöngu eftir Miklubraut

Strætó mun reka lestina í skrúðgöngu eftir Miklubraut. Akandi umferð …
Strætó mun reka lestina í skrúðgöngu eftir Miklubraut. Akandi umferð verður beint um hjáleið á meðan. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við ætl­um að ríða á vaðið og gera þetta al­menni­lega,“ seg­ir Björn H. Sveins­son, formaður Sam­taka um bíl­laus­an lífs­stíl, um bíl­lausa dag­inn sem hald­inn verður hátíðleg­ur næst­kom­andi sunnu­dag, 22. sept­em­ber.

Bíl­lausi dag­ur­inn mark­ar enda­punkt Evr­ópsku sam­göngu­vik­unn­ar og hingað til hafa sveit­ar­fé­lög­in og um­hverf­is- og auðlindaráðið staðið að deg­in­um, svo sem með því að bjóða frítt í Strætó. Á því verður eng­in breyt­ing þetta árið, en auk þess verður í fyrsta sinn sér­stök dag­skrá í til­efni dags­ins.

Raf­vagn­ar frá Strætó reka lest­ina

„Við ætl­um að byrja bíl­lausa dag­inn á bíl­lausu göng­unni þar sem við hitt­umst kl. 12.30 á horni Klambra­túns við gatna­mót Miklu­braut­ar og Löngu­hlíðar, þar sem hjólaviðgerðastand­ur­inn er,“ út­skýr­ir Björn.

„Þar söfn­umst við sam­an og kl. 13 leggj­um við af stað niður Miklu­braut með sem fjöl­breytt­ust­um ferðamáta, gang­andi, á hjól­um, hjóla­brett­um og með Strætó, en það verða tveir raf­vagn­ar frá Strætó sem reka lest­ina. Sæv­ar Helgi Braga­son og Þór­hild­ur Fjóla Stef­áns­dótt­ir verða fána­ber­ar og leiða göng­una um Miklu­braut, Hring­braut og að Lækj­ar­torgi.“

Björn veit ekki til þess að áður hafi verið far­in ganga eft­ir Miklu­braut og Hring­braut, en ak­andi um­ferð verður beint um hjá­leiðir á meðan. „Það er líka bara hægt að keyra á eft­ir okk­ur,“ seg­ir Björn.

Lækj­ar­gata und­ir­lögð öðru en um­ferð

Dag­skránni er hvergi nærri lokið þegar komið er á Lækj­ar­torg, en Lækj­ar­gata verður lokuð frá kl. 10 til 17 og verður þar dag­skrá á veg­um Bíl­lausa dags­ins. Þar mun stofn­andi sam­tak­anna Walk21, Jim Wal­ker, flytja ávarp og opna viðburðinn. „Hann er mik­ill aktív­isti og tal­ar fyr­ir göngu­vænni borg­um um all­an heim. Hann var síðast í Bogotá í Kól­umb­íu að tala fyr­ir 2 millj­ón­ir manns á bíl­laus­um degi. Við setj­um markið ekki al­veg svo hátt,“ seg­ir Björn en von­ast þó til að sjá sem flesta.

Saga Garðars­dótt­ir verður kynn­ir á viðburðinum, en þar munu meðal ann­ars þau Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra og Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, formaður sam­göngu- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, ræða um­hverf­i­s­væna ferðamáta.

Að ávörp­um lokn­um mun Logi Pedro taka lagið, auk þess sem ýmis afþrey­ing verður í boði á Lækj­ar­götu, sem venju­lega er til­einkuð bílaum­ferð. Þar nefn­ir Björn meðal ann­ars Sirk­us Íslands, Húlla­dúll­una og sýn­ingu frá BMX Brós.

Aðspurður seg­ir Björn að hon­um sýn­ist að ræt­ast eigi úr veður­spánni fyr­ir helg­ina. „Það er rign­ing í kort­un­um en það á að vera hlýtt og lygnt, en kannski smá skúr­ir af og til sem er bara frá­bært ís­lenskt haust­veður fyr­ir úti­vist.“

„Það er fólk sem hjól­ar all­an árs­ins hring eða not­ar strætó og klæðir sig eft­ir veðri. Við ætl­um svo­lítið að steyta hnef­ann út í rign­ingu og nei­kvæðar radd­ir og ætl­um bara samt að halda skrúðgöngu,“ seg­ir Björn að lok­um.

Nán­ar má kynna sér dag­skrá bíl­lausa dags­ins á viðburðinum á Face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert