Landssöfnun hafin á birkifræjum

Birkifræ. Fræsöfnun þykir vera prýðileg fjölskylduskemmtun.
Birkifræ. Fræsöfnun þykir vera prýðileg fjölskylduskemmtun.

Hafin er landssöfnun á birkifræjum og er söfnunin liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, sem eru mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu.

Fjallað er um átakið á heimasíðu Landgræðslunnar og segir þar að 2019 sé ekki gott fræár fyrir birki. Víða megi þó finna tré með gott fræ. Stóraukin útbreiðsla innlendra trjátegunda sé mjög öflug leið til að draga úr og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga.

„Slakt fræár ætti að vera enn meiri hvatning fyrir fólk til að fara á stúfana og leita uppi falleg tré með gott fræ. Með fræsöfnun hjálpum við náttúrunni til að hjálpa sér sjálf. Söfnun birkifræs er góð ástæða til að komast út og njóta fallegra haustdaga. Auk þess er fræsöfnun prýðileg fjölskylduskemmtun og er full ástæða til að hvetja vinnufélaga til að fara í fræsöfnunarferðir,“ segir á heimasíðunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert