Ekki er vitað hvenær opnuð verður sjö daga endurhæfingardeild á Landakoti. Tilkynnt var í vor um lokun fimm daga endurhæfingardeildar, L3, í þessu húsnæði.
Húsnæðið var notað í sumar fyrir sjúklinga frá Vífilsstöðum á meðan unnið var að viðgerðum þar.
Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þörfum sjúklinga sem áður var þjónað á L3 sé nú sinnt á dagdeildum. Fólkið fari heim til sín á kvöldin en það hafði farið heim um helgar af Landakoti. Hún segir að spítalinn hafi talið mesta þörf fyrir sjö daga endurhæfingardeild og hún verði opnuð í þessu húsnæði. Ekki er vitað hvenær nýja deildin opnar dyr sínar fyrir sjúklingum.