Samningar langt í frá í augsýn

Mótmæli við Ráðhús Reykjavíkur.
Mótmæli við Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/​Hari

„Samningar við ríki og sveitarfélög eru langt frá því að vera í augsýn, því miður, og það er áhyggjuefni,“ segir Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), um stöðuna í kjaraviðræðum.

„Það hefur ekki mikið gerst í viðræðum okkar við ríkið, ekkert nýtt er að frétta hjá Reykjavíkurborg og enn minna hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag. „Ég hef tæplega 13 ára reynslu í þessu og ég man ekki eftir svona árangurslitlum viðræðum áður. Það snýst allt um það að ræða styttingu vinnuvikunnar gegn sölu á ýmsu öðru í staðinn,“ segir Maríanna.

Að sögn hennar hefur Reykjavíkurborg gengið lengst í að útfæra styttingu vinnuvikunnar og þar virðist eiga að láta starfsmenn selja ýmis gæði eða réttindi í staðinn fyrir styttingu vinnuvikunnar. „Það kemur ekki til greina að FÍN semji um að selja ýmis réttindi okkar félagsmanna í skiptum fyrir styttingu vinnuvikunnar. Tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg hafa skilað góðum niðurstöðum en það verkefni fól ekki í sér að starfsmenn þyrftu að afsala sér einhverju á móti styttingunni. Það er því dapurlegt að Reykjavíkurborg nálgist verkefnið með allt öðrum hætti við samningaborðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert