10% telja vel hlúð að ungu fólki í neyslu

70% svarenda segjast hafa miklar áhyggjur af vímuefnaneyslu ungs fólks.
70% svarenda segjast hafa miklar áhyggjur af vímuefnaneyslu ungs fólks. AFP

Tíundi hver Íslendingur telur að þjóðin standi sig vel í að hlúa að ungmennum sem hafa orðið háð vímuefnum. Þar af telja 1,5% að við stöndum okkur mjög vel. Ríflega helmingur telur okkur standa okkur illa.

Þetta eru niðurstöður könnunar um þekkingu og viðhorf almennings til vímuefnaneyslu ungmenna sem Maskína framkvæmdi fyrir Foreldrahús.

Konum finnst Íslendingar standa sig mun verr en körlum, en 70% kvenna telja illa hlúð að ungmennum í neyslu á meðan aðeins 42% karla eru sömu skoðunar. Þá telur fólk betur hlúð að ungmennum í neyslu eftir því sem það eldist.

70% svarenda segjast hafa miklar áhyggjur af vímuefnaneyslu ungs fólks, en 7% hafa litlar áhyggjur. Þá telur svipað hlutfall, 7 til 8%, að vímuefnaneysla ungmenna hafi ekki aukist, en næstum 72% telja svo vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert