Afköst aukin í laxasláturhúsi og samfelld slátrun verður allt árið

Starfsmenn Laxa fiskeldis undirbúa það að dæla laxi úr sjókví …
Starfsmenn Laxa fiskeldis undirbúa það að dæla laxi úr sjókví í brunnbát. Laxinn er fluttur til Djúpavogs til slátrunar. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Þetta lítur vel út. Fiskurinn hefur vaxið vel, eins og við áætluðum og ef til vill aðeins betur,“ segir Gunnar Steinn Gunnarsson, framleiðslustjóri Laxa fiskeldis sem elur lax í sjókvíum í Reyðarfirði.

Slátrun hófst á ný hjá Búlandstindi á Djúpavogi í byrjun vikunnar og fyrstu vikurnar verður eingöngu slátrað fiski frá Löxum fiskeldi en í næsta mánuði hefst slátrun einnig hjá Fiskeldi Austfjarða.

Gunnar Steinn reiknar með að slátrað verði 4.000 tonnum úr Reyðarfirði fram til áramóta og þá verði heildarframleiðsla ársins um 6.000 tonn. Slátrun hófst hjá fyrirtækinu síðla árs 2018. „Við stefnum að því að halda áfram slátrun eftir áramót og vera að fram á vor og að þá hefjist slátrun á laxi úr kvíum á öðrum stað í Reyðarfirði,“ segir Gunnar Steinn.

Dregur úr stressi fisksins

Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi standa saman að laxaslátrun hjá Búlandstindi á Djúpavogi í samvinnu við fyrirtæki heimamanna. Sláturhúsið var lokað í fáeina mánuði vegna lagfæringa og stækkunar á húsnæði fyrir slátrun og pökkun afurða og vegna tengingar nýrra tækja. „Við vorum að ljúka við að setja upp tæki sem við keyptum í fyrra,“ segir Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert