„Aldrei séð svona mikið vatn“

Ófært var inn í Langavatnsdal í dag.
Ófært var inn í Langavatnsdal í dag. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

„Þetta er þriðja árið hjá mér og ég hef aldrei séð svona mikið vatn,“ seg­ir Magnús Fjeld­sted, veiðivörður við Norðurá í Borg­ar­f­irði, í sam­tali við mbl.is, spurður um veður og vatna­vexti á svæðinu í dag. Eins og greint hef­ur verið frá hef­ur úr­koma verið gríðar­mik­il á Vest­ur­landi í dag og þurfti m.a. aðstoð þyrlu Land­helg­is­gæslu vegna fólks sem varð inn­lyksa í Langa­vatns­dal í dag.

Magnús seg­ir að vatna­vext­ir hafi verið gríðarleg­ir hjá sér, áin hafi farið upp í 340 rúm­metra á sek­úndu fyrr í dag. Þá seg­ir hann að veiðitíma­bil­inu í Norðurá hafi lokið síðasta sunnu­dag, en að hann viti af öðrum stöðum á svæðinu þar sem enn er veitt. Þó seg­ir hann: „Það þýðir ekk­ert að veiða í svona. Þetta er bara eins og stór­fljót. Svo kom­ast menn ekki nema erfiðlega um.“

Síðustu daga hefur rignt ansi hressilega víða um land. Vesturland …
Síðustu daga hef­ur rignt ansi hressi­lega víða um land. Vest­ur­land kem­ur lík­lega verst und­an nótt­inni sem framund­an er. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Önnur gusa seint í kvöld“

Í sam­tali við mbl.is í dag varaði veður­fræðing­ur við hættu á skriðuföll­um.

Spurður hvort hætt­an sé bund­in við ákveðinn jarðveg kveður Óli Þór Árna­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, já við. Nefn­ir hann sem dæmi að á svæðum þar sem er frem­ur þunn­ur jarðveg­ur, og stutt niður á klöpp, geti skriða kom­ist af stað þegar vatn renn­ur und­ir. Minn­ist hann skriðunn­ar sem fór af stað í Hít­ar­dal í fyrra, og vakti mikla at­hygli, og seg­ir að þar hafi sem dæmi lík­leg­ast verið sprunga und­ir sem vatn komst í, og skriðan hafi í kjöl­farið farið af stað. 

Kom­ist vatnið und­ir jarðveg­inn, og lyfti hon­um upp, þá renni hann bara af stað „allt þar til Newt­on hætt­ir að toga með“.

Borgarbúar þurfa áfram að klæðast litríkum regnkápum sínum þar til …
Borg­ar­bú­ar þurfa áfram að klæðast lit­rík­um regn­káp­um sín­um þar til síðdeg­is morg­undags, alla­vega. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Spurður um veður­horf­ur næstu daga seg­ir Óli: „Það er eitt­hvað minni úr­koma núna næstu tím­ana, svo kem­ur önn­ur gusa seint í kvöld, sér­stak­lega á Vest­ur­landi. Svo rign­ir nokkuð ákveðið bróðurpart morg­undags­ins. Á suðvest­ur­horn­inu fer þetta að minnka síðdeg­is en verður viðloðandi Breiðafjarðarsvæðið, Snæ­fells­nes og Vest­f­irði þar til annað kvöld. Seint annað kvöld verður þetta farið norður úr og þá erum við að tala um mikið minni úr­komu. Þá ætti allt að ná að jafna sig í ró­leg­heit­um yfir helg­ina.“

Nán­ast ein­ung­is fært fyr­ir báta

Davíð Már Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, sagði nú í kvöld að ekki hefðu borist fleiri er­indi tengd veðrinu frá því að björg­un­ar­sveit­ir sinntu fyrr­nefndu út­kalli í Langa­vatns­dal í dag. Spurður út í aðstæður þar sagði hann að hann hefði fátt heyrt annað en að vatna­vext­ir hefðu verið gríðarleg­ir og að menn hefðu sagt að nán­ast hefði ein­ung­is verið fært fyr­ir báta. Því hefði far­sæl­asta lend­ing­in verið, þegar búið var að finna fólkið, að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar aðstoðaði við björg­un­ina.

Höfuðborg­ar­bú­ar hafa einnig marg­ir fundið fyr­ir miklu vatns­veðri, og þurfti slökkviliði á höfuðborg­ar­svæðinu að fara í tvö út­köll vegna minni hátt­ar vatns­aga í dag. Brýn­ir slökkviliðið fyr­ir borg­ar­bú­um að hreinsa frá niður­föll­um.

Veiðivörður í Norðurá hafði aldrei séð eins mikið vatn í …
Veiðivörður í Norðurá hafði aldrei séð eins mikið vatn í ánni og var í dag. Mynd úr safni. mbl.is/​Ein­ar Falur
Skriðan sem féll í Hítardal í fyrra.
Skriðan sem féll í Hít­ar­dal í fyrra. Ljós­mynd/​Mihails Ignats
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert