Spurði um „borgarlínufyrirbæri“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Get­ur fjár­málaráðherra hugsað sér að slíkt gjald verði lagt á, gjald fyr­ir að aka um vegi höfuðborg­ar­svæðis­ins, og að það renni í þetta borg­ar­línu­fyr­ir­bæri?“ spurði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, á Alþingi í dag. Hann beindi spurn­ing­un­um til Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra.

Sig­mund­ur sagði að búið væri að kynna fyr­ir ein­hverj­um sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um ein­hver „svaka­leg áform um fram­kvæmd­ir í sam­göngu­mál­um og nýja gjald­töku, nýja skatt­lagn­ingu til að standa straum af þeim áform­um,“ eins og Sig­mund­ur orðaði það.

Sig­mund­ur sagði að sér virt­ist sem fólk ætti að greiða fyr­ir það eitt að fara um göt­ur borg­ar­inn­ar sem það hefði þegar verið búið að borga með skött­um. 

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Hari

Nauðbeygð til að breyta allri gjald­töku

Bjarni sagði að við vær­um nauðbeygð til að gjör­breyta allri gjald­töku af öku­tækj­um, eldsneyti og sam­göng­um í land­inu. 

Það er út af orku­skipt­un­um. Í fyrra gáf­um við eft­ir 3 millj­arða í virðis­auka­skatti til að fá inn um­hverf­i­s­væna bíla. Við tök­um eng­in vöru­gjöld af raf­magns­bíl­um. Við tök­um eng­an virðis­auka­skatt af raf­magns­bíln­um ef hann er und­ir ákveðnu kostnaðar­verði og við gef­um mjög mik­inn af­slátt ef hann er dýr í inn­kaup­um. Þess­ir bíl­ar fara um göt­urn­ar án þess að leggja nokkuð til vegna þess að þeir fara aldrei á dæl­una. Þeim er að fjölga og þeim er að fjölga hratt og þeim fjölg­ar næst­hraðast í heim­in­um á Íslandi, um­hverf­i­s­væn­um bíl­um og raf­magns­bíl­um,“ sagði Bjarni.

Hann sér því fyr­ir sér að fólk muni greiða fyr­ir notk­un á vega­kerf­inu en það muni einnig greiða miklu minna fyr­ir að eign­ast bíl og eldsneyti.

Bjarni sagði að síðustu tvær rík­is­stjórn­ir hefðu fengið áskor­un frá öll­um sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu um að greiða bet­ur fyr­ir al­menn­ings­sam­göng­um. „Aðal­atriðið er að sam­komu­lagið sem er í smíðum er um stór­fellda upp­bygg­ingu á sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu til að greiða fyr­ir um­ferð.

Halda áfram að þrengja að um­ferðinni

Sig­mund­ur sagði það tíðindi að greiða ætti fyr­ir um­ferð. „Borg­ar­lín­an er ein­mitt til þess hugsuð að taka pláss af bíl­un­um svo­leiðis að ekki er verið að tala um ný gatna­mót, það er ekki verið að tala um Sunda­braut, það er ekki talað um aðgerðir sem raun­veru­lega væru til þess falln­ar að greiða fyr­ir sam­göng­um held­ur þvert á móti á að halda áfram á þeirri braut að þrengja að um­ferðinni og refsa mönn­um svo sér­stak­lega fyr­ir það að sitja fast­ir með ein­hvers kon­ar nýj­um gjöld­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert