Vilja að jarðakaup verði leyfisskyld

Líneik Anna Sævarsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Líneik Anna Sævarsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt af málum þingflokks Framsóknar á þessu þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðamálum. Í ályktuninni er lagt til að ríkisstjórnin hrindi í framkvæmd aðgerðaráætlun í sjö liðum, til að styrkja lagaumgjörð og reglur um ráðstöfun og nýtingu auðlinda á landi, ásamt aðgerðum til að styrkja grundvöll til eftirfylgni slíkra reglna, eins og segir í tillögunni.

Markmiðið er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli og fjölbreyttrar sjálfbærrar landnýtingar og matvælaframleiðslu í landinu.

Fram kemur í tillögunni að lögfestar verði reglur um að skilgreind tengsl við Ísland séu forsenda fyrir eignarhaldi á jörðum hér á landi og um takmarkanir á fjölda jarðeigna í eigu sama aðila.

Líneik Anna Sævarsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar og meðflutningsmenn eru Halla Signý Kristjánsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Willum Þór Þórsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

Nánar má lesa um tillöguna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka