Betur fylgst með matvælasvindli

Skötuselur. Eða eitthvað allt annað?
Skötuselur. Eða eitthvað allt annað? mbl.is/Sigurður Ægisson

Tæki og tól til að greina matarsvindl eru orðin mun fullkomnari en áður og auðveldara er að tryggja að neytendur fái rétta tegund fisks og kjöts eða greina hvort viðbætt efni séu í vörum.

Mörg dæmi eru um að langa eða eldisfiskurinn pangasius séu seld sem þorskur eða að hrossakjöt sé selt sem úrvalsnautakjöt.

Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Jónas Viðarsson, fagstjóri hjá Matís, að athyglin á þessum málaflokki hafi aukist síðustu ár. Fyrir tveimur árum gerði Matís rannsókn með heimsókn á nokkur veitingahús þar sem fisktegundir voru greindar. Í ljós kom að um fimmtungur sýna hafði verið ranglega merktur, oft var ódýrari tegund á boðstólum sem dýrari tegund. Í einu tilviki hafði til dæmis keila verið seld sem skötuselur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert