Fjölmenn mótmæli fyrir loftslagið

Mótmælendur gengið var fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.
Mótmælendur gengið var fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. mbl.is/​Hari

Fjölmargir tóku þátt í loftslagsmótmælum í dag sem hófust kl. 17 þegar gengið var fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Fundurinn lagði fram áskorun til stjórnvalda og undirskriftasöfnun vegna hennar var sett formlega í loftið.

Fundinn ávörpuðu meðal annarra: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Hildur Knútsdóttir rithöfundur, Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, Eydís Blöndal rithöfundur. Tónlistarfólkið Friðrik Dór, Högni Egilsson, GDRN og Krummi sá um tónlistarflutning.    

Yfir 5.000 lofts­lags­verk­föll eru fyr­ir­huguð í yfir 150 lönd­um í dag. Alls­herj­ar­verk­föll í dag mark­a upp­haf alþjóðlegr­ar lofts­lagsviku sem til­einkuð er bar­áttu fyr­ir aðgerðir gegn lofts­lags­vánni en henni lýkur 27. sept­em­ber með öðru alls­herj­ar­verk­falli fyr­ir lofts­lagið.

Fjöl­menn­ustu mót­mæl­in verða að öll­um lík­ind­um í New York þar sem bú­ist er við að yfir millj­ón nem­end­ur við 1.800 skóla taki þátt.

Þátttakendur í allsherjar verkfalli vegna loftslagsvárinnar.
Þátttakendur í allsherjar verkfalli vegna loftslagsvárinnar. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert