Framkvæmdir við klefann í bígerð

Sundhöllin. Nýr kvennaklefi hefur verið í notkun frá árslokum 2017.
Sundhöllin. Nýr kvennaklefi hefur verið í notkun frá árslokum 2017. mbl.is/​Hari

Framkvæmdir við gamla kvennaklefann í Sundhöll Reykjavíkur eru í undirbúningi að sögn Agnars Guðlaugssonar, deildarstjóra byggingardeildar Reykjavíkurborgar, en konur hafa þurft að nota nýjan og tímabundinn kvennaklefa frá því nýbygging Sundhallarinnar var opnuð 3. desember 2017.

Agnar segir að verið sé að undirbúa pöntun nýrra flísa í kvennaklefann og að hönnun hans sé langt komin. Býst hann við að framkvæmdir hefjist að fullu á næsta ári.

Karlaklefinn hefur þegar verið lagfærður og er í notkun en framkvæmdum við hann lauk í vor. Agnar segir að leki í gólfi karlaklefans, sem er staðsettur beint fyrir ofan gamla kvennaklefann, sé ástæðan fyrir því að karlaklefinn var kláraður fyrr. Segir hann að nauðsynlegt hafi verið að lagfæra gólfið í karlaklefanum áður en farið var í að lagfæra kvennaklefann.

Þurfa að ganga utandyra

Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal kvenna sem hafa þurft að nota nýjan, tímabundinn kvennaklefa í nýbyggingu Sundhallarinnar sunnan við útilaugina á meðan gamli klefinn hefur verið ónothæfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert