Aðstoðin leiði ekki til dýrara húsnæðis

Framboð nýrra íbúða hefur aukist að undanförnu.
Framboð nýrra íbúða hefur aukist að undanförnu. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir unnið að því að meta umfang og áhrif hlutdeildarlána, öðru nafni eiginfjárlána, á fasteignamarkaðinn á Íslandi.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að stefnt væri að því að úrræðin tækju gildi 2020. Rætt er um að ríkið láni 15-30% af kaupverði íbúða til að aðstoða ungt fólk og tekjulága við kaupin.

„Stórar aðgerðir geta alltaf haft áhrif á verðþróun á markaði. Það er unnið að því að meta áhrifin með það að markmiði að þau hafi ekki teljandi áhrif til hækkunar á fasteignaverði.“

Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir það almenna reglu að aðgerðir sem hjálpa fólki að eignast íbúð leiði að óbreyttu til þess að íbúðaverð hækki. Þá sé sama úr hvaða átt hjálpin kemur eða á hvaða formi stuðningurinn er. Mögulega geti aðgerðin því unnið gegn markmiði sínu.

Býður upp á misnotkun

Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segist hafa bundið vonir við „almennari útfærslu sem mundi henta öllum fyrstu kaupendum betur“. Sértækar reglur fyrir sérstaka hópa bjóði því miður alltaf upp á misnotkun.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ýmis vandamál hafa komið upp við úthlutun íbúða hjá Bjargi íbúðafélagi. Reynt verði að sporna við misnotkun á fyrirhugaðri aðstoð við íbúðakaup.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert