„Þarna birtist pólitíkin grímulaust“

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir oft þurfa að rýna …
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir oft þurfa að rýna djúpt í fjárlagafrumvarpið til að finna það sem raunverulega sé þar að finna. mbl.is/​Hari

Þó að talað sé um stór­sókn í mennta­mál­um lækka fjár­fram­lög til fram­halds­skóla milli ára og raunupp­hæðin sem Há­skóli Íslands og Há­skóli Ak­ur­eyr­ar fá er nán­ast sú sama og í fyrra. Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vek­ur máls á þessu og fleiru tengdu fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í færslu á Face­book.

„Að sitja í fjár­laga­nefnd Alþing­is er heil­mik­il vinna enda mikið fundað um stór mál. En að sama skapi er sú vinna afar fróðleg. Þarna fær maður inn­sýn í 1.000 millj­arða kr. bók­hald rík­is­ins. Og þarna birt­ist póli­tík­in grímu­laust,“ seg­ir Ágúst Ólaf­ur í færslu sinni. Það þurfi þó oft að rýna ansi djúpt í 400 blaðsíðna  frum­varpið ásamt 200 bls. fylgi­rit til að finna það sem raun­veru­lega er í frum­varp­inu.

Hann birt­ir því dæmi um 16 mál sem hon­um finnst fólk eiga að vita af.



„Há­skóli Íslands og Há­skól­inn á Ak­ur­eyri fá nán­ast sömu raunupp­hæð og í fyrra. Þess vegna er al­ger­lega óskilj­an­legt þegar mennta­málaráðherra get­ur enda­laust talað um „stór­sókn“ í há­skóla­mál­um,“ seg­ir Ágúst Ólaf­ur.

Þá séu fram­halds­skól­ar bein­lín­is  að fá lækk­un á fjár­mun­um milli ára. „Og aft­ur er það skrýt­in stór­sókn sem ráðherra verður svo tíðrætt um. Eina stór­sókn­in í mennta­mál­um virðist vera í yf­ir­lýs­ing­um mennta­málaráðherr­ans.“

Fjár­fram­lög til al­mennr­ar lög­reglu lækka

End­ur­greiðsla vegna kvik­mynda­gerðar lækki um tæp 30% og eins lækki fram­lög til al­mennr­ar lög­reglu um­tals­vert og þá fái aldraðir enga inn­spýt­ingu um­fram það sem kem­ur vegna fjölg­un­ar í þeirra hópi.

„Þrátt fyr­ir aug­ljósa þörf og mik­inn halla hjá LSH vill rík­is­stjórn­in ná 1,2 millj­örðum kr. í aðhaldi úr heil­brigðis­kerf­inu. Á meðan er ófremd­ar­ástand á bráðamót­tök­unni og 130 eldri borg­ar­ar látn­ir „búa“ á spít­al­an­um vegna skorts á öðrum úrræðum.“ Ágúst Ólaf­ur vek­ur þessu tengt einnig at­hygli á því að rekst­ur vegna upp­bygg­ing­ar á hjúkr­un­ar­rým­um á næstu árum sé ekki fjár­magnaður.

Sér­stök aðhaldskrafa sé raun­ar lögð á sjúkra­hús, öldrun­ar­stofn­an­ir og skóla.

Þá fái umhverf­is­mál „heil 2% af fjár­lög­um. Þegar 98% fjár­laga fer í annað má velta fyr­ir sér hversu of­ar­lega um­hverf­is­mál­in eru. Aft­ur eru það helst yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra sem eru bólgn­ar og það sem er helst sett í for­gang eru blaðamanna­fund­irn­ir,“ seg­ir Ágúst Ólaf­ur í færslu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka