Vatnsdalsvegur lokaður vegna vatnavaxta

Síðast flæddi yfir Vatnsdalsveg í apríl. Þá flæddi yfir um …
Síðast flæddi yfir Vatnsdalsveg í apríl. Þá flæddi yfir um 50-60 metra lang­an kafla vegarins. mbl.is/Höskuldur B Erlingsson

Vatnsdalsvegi (vegi 722) í Húna­vatns­sýslu hefur verið lokað við bæinn Hjallaland vegna vatnavaxta. Skemmdir vegna vatnavaxta eru allvíða, ekki síst á Vestfjörðum og Vesturlandi að því er fram kemur í tilkynningu Vegagerðarinnar. 

Skriða lokar vegi yst á Skarðsströnd en annars staðar flæðir vatn yfir veg auk þess sem vatn er farið að skemma vegkanta. Vegagerðin biður fólk á ferðinni því að fara með mikilli gát. 

Mikilli úrkomu er spáð á Suður- og Vest­ur­landi í dag. App­el­sínu­gul viðvör­un vegna úr­komu er í gildi á Faxa­flóa og Breiðafirði en gul viðvör­un á Vest­fjörðum. Þá er varað við vatna­vöxt­um og aukn­um lík­um á skriðuföll­um á vest­ur­helm­ingi lands­ins og er fólki bent á að fylgj­ast vel með veður­spám og viðvör­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert