Búið er að opna Vatnsdalsveg, veg 722 í Húnavatnssýslu, fyrir umferð en veginum var lokað í morgun vegna vatnavaxta. Þetta segir Guðmundur Sigurðsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni. Vegurinn hefur verið lokaður við bæinn Hjallaland síðan skriða féll yfir hann.
Miklir vatnavextir hafa verið allvíða á landinu, ekki síst á Vestfjörðum og Vesturlandi, en starfsmenn Vegagerðarinnar eru í óða önn að hreinsa vegi. Skriða lokar einnig vegi yst á Skarðsströnd, rétt við bæinn Mela, sem er í eyði. Enginn bær er innilokaður vegna skriðunnar enda vegur greiður beggja vegna.
Norðurland: Búið er að opna Vatnsdalsveg. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 20, 2019