Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur

Flugstöðin á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók.
Flugstöðin á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók. mbl.is/Björn Björnsson

Allir þingmenn Miðflokksins, níu að tölu, hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta gera ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir aðra flugvelli á landinu.

Í greinargerð benda þeir á að Alexandersflugvöllur sé vel staðsettur þar sem aðflug er gott, fjörðurinn víður og lítið um hindranir. Flugvöllurinn vísi í norður/suður, sem eru einnig ríkjandi vindáttir á þeim slóðum. Þá sé staðsetning vallarins hagstæð með tilliti til snjóa og einnig sé hún góð sé litið til færðar og samgangna á landi.

Í ljósi þessa er því beint til ráðherra að ráðast í nauðsynlega undirbúningsvinnu og rannsóknir til að hægt sé að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og er lagt til að ráðherra láti kanna kosti þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavíkurflugvöll, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Ráðherra kynni Alþingi niðurstöður þeirrar könnunar eigi síðar en í janúar 2020, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert