Kjör öryrkja skerðast vegna dráttarvaxta

Hæstirétt­ur komst að því að borg­inni bæri að greiða sér­stak­ar …
Hæstirétt­ur komst að því að borg­inni bæri að greiða sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur til leigj­enda hjá Brynju hús­sjóði í Reykja­vík eft­ir sömu regl­um og giltu um aðra leigu­tak mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dráttarvextir af vangreiddum bótum, sem Reykjavíkurborg þurfti að greiða um 500  lífeyrisþegum og öryrkjum eftir dóm Hæstaréttar, skerða kjör þeirra umtalsvert. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 

Skuldir einstaklinga við Tryggingastofnun nema nokkur hundruð þúsund krónum. Málið snertir í kringum 500 manns og hafa þegar 100 einstaklingar sótt um niðurfellingu á kröfunum hjá Tryggingastofnun. Þetta kom fram í máli Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns Öryrkjabandalags Íslands, í fréttatímanum.   

Hún benti á að viðbrögð stjórnvalda við þessari stöðu hefðu ekki verið mikil. Hún hvetur fólk til að sækja um niðurfellingu á kröfunum og segir ótækt að tekjur þessara einstaklinga skerðist vegna vangreiddra bóta sem þeir eiga rétt á. 

Hæstirétt­ur komst að því að borg­inni bæri að greiða sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur til leigj­enda hjá Brynju hús­sjóði í Reykja­vík eft­ir sömu regl­um og giltu um aðra leigu­taka. Borg­in hafnaði öll­um slík­um um­sókn­um í fjöl­mörg ár. Frá ár­inu 2009 hef­ur ÖBÍ gert at­huga­semd­ir við þessa af­greiðslu borg­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka