„Það sem kom mér á óvart var að hún þurfti að lifa vernduðu lífi á þessum tíma. Passa rosalega vel upp á sig og hlýða öllu sem læknarnir og heilbrigðisstarfsfólkið sagði,“ segir Hulda Sif Ásmundsdóttir ljósmyndari en hún fylgdi systur sinni, sem er greind með geðhvörf, eftir á meðgöngu og myndaði ferlið.
Sýning á verkunum verður sýnd á KEX Hostel um helgina og er liður í listahátíðinni Klikkuð menning en mikið af viðburðum verður bæði í dag og á morgun. Klukkan eitt í dag hefst til að mynda alþjóðlegt málþing á vegum Geðhjálpar þar sem Kári Stefánsson, Arnhild Lauveng og Mary O’Hagan verða með erindi.
Í myndskeiðinu er rætt við Huldu Sif um ferlið en hún mun verða á sýningunni, sem ber heitið Jafnvel lognið er hvasst, um helgina og taka á móti gestum.
Systurnar fóru þá leið að sviðsetja þær aðstæður sem upp komu og skila þannig hugarástandinu og upplifuninni. Hulda Sif sem nú er búsett í Kaupmannahöfn gerði bók og og vídeóverk um ferlið en verkefnið var lokaverkefni hennar í námi í Hollandi.
Nánari upplýsingar um verkefnið eru hér.